Timarit Eflingar

8 TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS Fjárhagsstaða Könnunin sýnir fram á mun verri fjárhagsstöðu meðal innflytj- enda en innfæddra. Nokkrar spurningar voru notaðar til að meta fjárhagsstöðu. 73,8% áttu auðvelt eða nokkuð auðvelt með að ná endum saman en einungis 65,1% innflytjenda. Mun fleiri innflytjendur áttu frekar erfitt eða erfitt með að ná endum saman eða 34,9% samanborið við 26,2% innfæddra. Spurt var hvort þátttakendur hefðu fengið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi, aðstoð frá ættingjum eða vinum, fjárhagsað- stoð frá hjálparsamtökum eða mataraðstoð undanfarið ár. 21% innflytjenda höfðu fengið eina eða fleiri tegundir stuðnings samanborið við 11,6% innfæddra. Aðstoð frá vinum eða ættingj- um var langalgengust í báðum hópum. Efnislegur skortur var metinn með níu spurningum sem allar nema ein sýna sömu niðurstöðu: efnahagsleg staða innflytj- enda er verri en innfæddra. Spurningarnar er einnig hægt að nota til að mæla hvort fólk býr við skort en samkvæmt skil- greiningu býr fólk við skort á efnislegum gæðum ef um það gilda einhverjir þrír af aðspurðum þáttum. Samkvæmt könnun- inni búa 10,9% innflytjenda við skort og 7,7% innfæddra. Efnislegur skortur eftir uppruna Húsnæðiskostnaður hefur mikil áhrif á fjárhagsstöðu og þar er mikill munur á aðstöðu innflytjenda og innfæddra. 34,9% innflytjenda búa í eigin húsnæði en 77,4% innfæddra. 49,3% innflytjenda leigja húsnæði á almennum leigumarkaði en einungis 11,1% innfæddra. 8,4% innflytjenda leigja húsnæði hjá leigusamtökum en 3,5% innfæddra. Fleiri innfæddir búa hjá ættingjum eða vinum eða 7% samanborið við 4,6% meðal innflytjenda. Heilsa Í könnuninni var bæði spurt um líkamlega og andlega heilsu. Níu spurningar voru notaðar til að meta andlega heilsu. Þátt- takendur voru spurðir hversu oft eftirfarandi vandamál hefðu truflað þá síðastliðnar tvær vikur og á mynd 2 sést hlutfall þeirra sem sögðu vandamálin hafa átt við sig nánast alla daga. Hlutfall innflytjenda er hærra á öllum mælikvörðum og 20,4% innflytj- enda glíma við svefnerfiðleika og 21,4% við þreytu og orkuleysi. Hlutfall þeirra sem finna nánast daglega fyrir andlegum einkennum eftir uppruna Talsverður munur er á líkamlegu heilsufari innfæddra og innflytj- enda en innflytjendur telja líkamlegt heilsufar sitt almennt betra. Alls segja 61,1% innflytjenda að heilsufar sitt sé gott eða mjög gott en 54,1% innfæddra. 29,8% innflytjenda segja heilsufar sitt hvorki gott né slæmt samanborið við 31,2% innfæddra og 9,1% innflytjenda segja líkamlegt heilsufar slæmt eða frekar slæmt samanborið við 14,7% innfæddra. Þegar spurt er hvort þátttakandi hafi haft þörf fyrir heilbrigðis- þjónustu síðastliðna sex mánuði svara 60,2% innfæddra spurn- ingunni játandi en 46,7% aðfluttra. Betra líkamlegt heilsufar og minni þörf fyrir heilbrigðisþjónustu gæti skýrst af því að innflytjendur eru yngri en innfæddir. Staða á vinnumarkaði Efnahagsáhrif kórónuveirunnar leggjast þungt á innflytjend- ur og atvinnuleysi þeirra á meðal er mun meira en meðal innfæddra. Tæpur fjórðungur innflytjenda (24%) var atvinnu- laus í nóvember 2020, en almennt atvinnuleysi var 10,6% (Vinnumálastofnun, 2020). Í könnun Vörðu meðal félaga í ASÍ og BSRB mældist atvinnuleysi meðal innflytjenda ívið hærra eða 26,4% en hjá innfæddum 7%. Áður en atvinnuleysi jókst var atvinnuþátttaka innflytjenda mikil og raunar meiri en meðal innfæddra (Hagstofa Íslands, 2019). Fleiri innflytjend- ur eða 31,9% höfðu nýtt hlutabótaleiðina en 19,5% innfæddra. 18,5% innfæddra vann meira en lækkað starfshlutfall í hluta- bótaleiðinni sagði til um og 16,2% aðfluttra. Svarendur sem merktu við að þeir væru atvinnulausir svöruðu spurningum sem sérstaklega snúa að atvinnuleysinu. 57,6% innfæddra og 57,4% innflytjenda höfðu verið atvinnulausir í 0-6 mánuði. Mun fleiri innfæddir eða 52,9% höfðu áður verið atvinnulausir samanborið við 30,3% aðfluttra. Spurt var um ýmsa þætti varðandi virkni í atvinnuleit og reyndist hún mikil. Innflytjendur reyndust virkari á því sviði en innfæddir og munar þar einum sjö prósentustigum. Stór hópur þeirra er reiðubúinn að breyta til og ráða sig í öðruvísi starf en áður, að íhuga að flytja vegna starfs og að fara í nám. Virkni og sveigjanleiki atvinnulausra eftir uppruna Niðurstöður könnunar Vörðu sýna að fjárhagsleg staða, andleg heilsa og staða á vinnumarkaði er verri meðal innflytjenda en innfæddra. Líkamleg heilsa innflytjenda er betri og þörf þeirra á heilbrigðisþjónustu er minni en innfæddra en hafa ber í huga að innflytjendur eru jafnframt yngri hópur. Atvinnulausir eru vinnufúsir, mikill meirihluti er í virkri atvinnuleit og er auk þess tilbúinn að gera breytingar á lífi sínu til þess að auka líkurnar á að fá starf. Efnahagskreppan í kjölfar heimsfar- aldursins leggst misþungt á ólíka hópa og er könnun Vörðu einn liður í að meta áhrif kreppunnar. Frekari niðurstöður úr könnun- inni verða aðgengilegar á heimasíðu Vörðu: rannvinn.is. Staða innflytjenda verri en innfæddra - Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgaði mikið frá aldamótunum 2000 og fram að efnahagshruninu 2008 og hefur fjölgað aftur frá árinu 2012 og fram til dagsins í dag (Hagstofa Íslands, 2020). Í desember sendu aðildarfélög ASÍ og BSRB spurningakönnun til félaga sinna fyrir hönd Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. Markmið könnunarinnar var að afla upplýsinga um stöðu launafólks á vinnumarkaði. Hér verð- ur fjallað um helstu niðurstöður könnunarinnar meðal fólks af erlendum uppruna sem er í aðildarfélögum ASÍ og BSRB.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==