Timarit Eflingar
„Þú ert vandamál núna“ Um líðan, viðhorf og réttindi erlendra starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Hornafirði Arndís Ósk Magnúsdóttir er ein þeirra sem mun taka þátt í málþingi Eflingar, SGS og ASÍ Mannamunur á vinnumarkaði . Þar mun hún fjalla um niðurstöður glænýrrar rannsóknar á líðan, viðhorfum og réttindum erlendra starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Hornafirði í fyrstu bylgju COVID-19. Blaðamaður Tímarits Eflingar hitti Arndísi rétt fyrir jól og ræddi við hana um rannsóknina og niðurstöður hennar. vildi yfirgefa sinn vinnustað – ef hann var ekki þegar búinn að því. Covid-19 ekki orsök vandamálanna Arndís segir að þó svo að hún hafi verið að rannsaka upplifun starfsfólks af COVID-19, sé ljóst að faraldurinn sé ekki orsök allra þeirra vandamála sem rannsóknin afhjúpi. Þess heldur hafi aðstæður sem sköpuðust vegna COVID-19 svipt hulunni af vandamálum sem þegar voru til staðar í greininni. Þá fór að reyna á ýmis formleg réttindi sem ekki hafði reynt á áður og margir áttuðu sig ekki á að voru í ólagi fyrr en þeir misstu vinnuna. Hins vegar kom það skýrt í ljós að samskiptaörð- ugleikar sem má rekja beint til vaxandi örvæntingar og óvissu atvinnurekenda jukust vegna COVID. Þeir samskiptaörðugleik- ar lýstu sér á ýmsa vegu, allt frá skeytingarleysi og óhreinskilni yfir í hreinar kúganir. Atvinnutengt húsnæði Allir nema einn viðmælenda Arndísar bjuggu í atvinnu- tengdu húsnæði. Fólk áleit sig oft heppið að fá húsnæði frá atvinnurekanda en fæstir voru upplýstir um þau réttindi sem þau höfðu eins og húsaleigubætur og leigusamning. Arndís segir að hjá sumum hafi þetta verið áhyggjuefni út af fyrir sig. Nokkrir viðmælenda hennar höfðu horft upp á að samstarfs- fólki þeirra hafi verið vísað fyrirvaralaust úr húsnæði atvinnu- rekenda og aðrir höfðu lent í því sjálfir. Einn viðmælandi sem missti bæði vinnuna og húsnæðið lýsti stöðu sinni svona: Ég var viss um að þetta væri ólöglegt, þeir geta ekki viljandi gert mann heimilislausan, sérstaklega miðað aðstæðurnar í dag þar sem heimurinn er að lokast [...]. Þetta var meira svona „Þú ert vandamál núna. Þú ert þessi peningamaskína í nokkra mánuði.“ Þeim var bókstaflega sama, af því að við buðumst meira að segja til að borga leiguna, venjulega leigu og við sögðum: „Við munum kaupa okkar eigin mat, svo þú þarft ekki að borga okkur neitt. Þú þarft ekki að leggja neitt af mörkum til okkar, getum við bara fengið að vera?“ Og þau sögðu nei. Arndís bendir því á að það að tengja húsnæðið og atvinnu sé tvíeggja sverð. Á tímum heimsfaraldurs getur það til dæmis verið sérstaklega óheppilegt að búa í litlu atvinnutengdu húsnæði með mörgum öðrum. Einn starfsmaður sem lenti í því að þurfa að sæta sóttkví lýsti því að hafa verið hent út úr húsnæði sem hann bjó í ásamt fleirum og komið fyrir í gám Rannsóknin skiptist í tvo þætti. Annars vegar líðan og viðhorf eigenda ferðaþjónustufyrirtækja á Hornafirði og hins vegar um líðan, viðhorf og réttindi erlendra starfsmanna sömu fyrirtækja. Arndís, sem er sjálf uppalin á Hornafirði, þekkir starfsumhverfið vel enda hefur hún unnið í ferðaþjónustu þar síðan hún byrjaði á vinnumarkaði. Hún viðurkennir að henni finnist sérstakt að gera rannsókn eins og þessa í litlu samfé- lagi eins og Hornafirði, sem hún er hluti af og allir þekkja alla. Hins vegar sé mjög lýsandi fyrir niðurstöður rannsóknar- innar að af tuttugu viðmælendum þekkti hún einungis til eins þeirra, enda kom það fram að meirihluti viðmælenda hennar upplifði sig félagslega einangraða og aðgreinda frá heimafólki. Fram kom að miklar annir og langir vinnudagar einkenndu líf erlends starfsfólks í ferðaþjónustu fyrir tíma COVID-19 sem olli því að lítill sem enginn tími var til annarrar þátttöku í samfélaginu. Nokkrir lýstu því að atvinnugreinin sjálf hefði útilokandi áhrif. Umhverfið væri lokað og fjölþjóð- legt og því veiti vinnustaðurinn ekki aðgang inn í íslenskt samfélag. Ekki gefist heldur tækifæri til að læra íslensku því nánast ekkert starfsfólk tali tungumálið. Nokkrir viðmælend- ur lýstu því að COVID-19 hefði hins vegar skapað aðstæður til að kynnast samfélaginu betur. Fólk hafi getað litið upp, sinnt áhugamálum sínum og átt samskipti við Íslendinga sem ekki hafi verið mögulegt áður. Ferðaþjónustan byggð á mismunun Þeir viðmælendur Arndísar sem hafa lengsta starfsreynslu í ferðaþjónustu voru mjög gagnrýnir á greinina í heild sinni. Sumir höfðu orð á því að ferðaþjónustan væri byggð á mismunun og drifin áfram af mismunun. Þau lýstu launamuni og því að þurfa stanslaust að berjast fyrir að fá sömu laun og Íslendingur í sömu stöðu. Launaleynd á vinnustað var líka gagnrýnd í þessu samhengi og að framkoma yfirmanna væri öðruvísi og verri við erlent starfsfólk. Niðurstöðum rannsóknarinnar er skipt niður á þrjár undir- greinar ferðaþjónustunnar; veitingaþjónustu, gistingu og afþreyingu. Talsverður munur er á upplifun fólks eftir greinum þar sem upplifun starfsfólks í veitingaþjónustu var neikvæð- ust en jákvæðust í afþreyingu. Starfsfólk í veitingaþjónustu upplifði nær undantekningalaust að brotið væri á réttindum þess og allir viðmælendur innan þess geira lýstu ófullnægj- andi kjörum að þeirra mati. Stemningin innan veitingageirans lýsir sér líklega best í þeirri staðreynd að flestir viðmælendur þar vildu skipta um starfsvettvang og hver einn og einasti 12 TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==