Timarit Eflingar

nokkuð frá öllu, hvorki með aðgengi að vatni né mat á meðan á sóttkví stóð. Rannsóknin sýndi berlega að fólk utan EES er verst sett. Oft er dvalarleyfi þeirra háð atvinnu og ef einstaklingur í slíkri stöðu er rekinn úr vinnu getur það skapað afar flóknar aðstæður fyrir hann. Af viðmælendum Arndísar sem komu frá löndum utan EES, var enginn með rétt til atvinnuleysisbóta, þar sem öll voru annað hvort með tímabundið atvinnuleyfi eða ekki með atvinnuleyfi yfir höfuð. Allur þessi hópur lenti í þeirri afleitu stöðu að vera tekjulaus á tímabili sem neyddi meirihluta þeirra í ólögleg sjálfboðaliðastörf. Arndís segir þá stöðu sem upp var komin hjá þessu fólki hræðilega. Sumir störfuðu í dreifbýli, jafnvel tugum kílómetra frá næsta þéttbýliskjarna á sama tíma og ferðatakmarkanir voru í gildi og landamæri lokuð. Þarna var fólk strandað, án tekna og húsnæðis og án félagslegs öryggisnets. Þetta sýni vel hvað slíkt net sé mikilvægt í lífi fólks, sérstaklega í efna- hagsþrengingum. Erlent starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu skortir oft þetta net sem setur það í afar viðkvæma stöðu. Kerfislægt vandamál sem þarf að laga Spurð að því hvort niðurstöðurnar hafi komið henni sjálfri á óvart segir Arndís þær hafa gert það að sumu leyti, sérstak- lega staða húsnæðismálanna. Hún segir það vera ákveðið raunveruleikatékk fyrir sig persónulega að verða vitni að þeirri alvarlegu stöðu sem nágrannar hennar eru í. Traustið sem viðmælendur sýndu henni hafi einnig komið henni á óvart og hún finni til ábyrgðar fyrir vikið; að skila orðum þeirra á þann stað sem þau þurfa að heyrast. Hún er bjartsýn um að sveitarfélagið Hornafjörður taki þessar niðurstöður til sín og bregðist við þeim en bendir jafnframt á að það sé ekki árangursríkt að segja við alla að fara hver í sitt horn að laga þessa hluti hjá sér því þetta sé stórt og kerfis- lægt vandamál. Arndís telur að farsælt sé að nota varnaráhrifin sem felast í lögum og fyrirbyggja þannig brotastarfsemi. Það er hægt en hefur ekki verið gert, kannski af því að í hraðri uppbyggingu greinarinnar hefur ekki gefist ráðrúm til að horf- ast í augu við þennan vanda – og þann skala sem hann er á. Arndís leggur áherslu á mikilvægi þess að hagsmunasam- tök ferðaþjónustufyrirtækja taki þessar niðurstöður til sín. „Það hlýtur að vera hagur þeirra að hlúa vel að starfsfólki greinarinnar. Það er ýmislegt sem spilar þarna inn í en það er ferðaþjónustufyrirtækjum ekki til góðs að vinnuaflið sé nýtt á þennan hátt á íslenskum vinnumarkaði. Þannig að já – ég vona að réttir aðilar taki niðurstöðurnar til sín og vinni í því að laga aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu,“ segir Arndís að lokum. TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 13

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==