Timarit Eflingar

18 TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS Mannamunur á vinnumarkaði Eftir áratuga búsetu á Íslandi er hann enn ekki orðinn íslensk­ ur ríkisborgari. Hann hefur nokkrum sinnum hafist handa við skriffinnskuna en gefist upp á löngu og flóknu umsóknarferl- inu. Þess vegna á hann ekki kosningarétt í þingkosningum, engan fulltrúa á þingi. Hann á þó rétt á að kjósa í sveitar- stjórnarkosningum og í stéttarfélaginu sínu. Hann flutti hing- að fullvaxta, íslenskt samfélag fékk hann hingað „ókeypis“, þurfti ekki að fjárfesta í velferð hans og menntun. Hann byrj- aði strax að vinna, skila framlagi sínu, sköttum og skyldum til samfélagsins, án þess að hafa tækifæri til að koma reynslu sinni af gölluðum vinnumarkaði og sjónarmiðum sínum almennt á framfæri í gegnum lýðræðislega kjörna fulltrúa á þingi. Innflytjandinn er einn helsti drifkraftur íslensks atvinnulífs, en líka sá fyrsti til að taka skellinn af misbrestum – og sá sem minnst hefur um skipulag landsins að segja. Í Eflingu-stéttarfélagi, næst fjölmennasta stéttarfélagi lands- ins, eru hátt í 25.000 félagar. Af þeim er helmingurinn af erlendum uppruna, þar af langflestir frá Póllandi, og hefur þeim farið ört fjölgandi. Saga pólska samfélagsins á Íslandi hófst við pólsku byltinguna 1989. Á þeim tíma var fólk í sjávarþorpum Íslands að flytja suður og pólskt vinnuafl, sem átti nú greiðari leið úr heima- landinu, tók við störfunum, meirihlutinn konur. Nokkrum árum síðar dró fasteignabólan hingað marga pólska karla í vinnu, og þegar landamæri Íslands og Póllands voru opnuð 2006 var einmitt verið að reisa Kárahnjúkavirkjun. Á einu ári fjölgaði Pólverjum á Íslandi úr 3.629 í 6.572. Þolendur stéttaglæpa Íslendingar kölluðu til erlent verkafólk til að endurreisa efna- hag þjóðarinnar með uppbyggingu í ferðaþjónustu í kjölfar síðustu kreppu. Hótel voru reist og opnuð, hópferðir seldar, veitingastöðum fjölgaði. Þjónar, kokkar, byggingaverkamenn, rútubílstjórar og hótelstarfsfólk komu til starfa frá öðrum lönd- um. Ör vöxtur ferðaþjónustunnar endurspeglast í ríflega fjór- földun erlendra starfsmanna innan ferðaþjónustunnar á árun- um 2008 til 2019. Starfsmönnum fjölgaði um 2.427 í 10.551 á tímabilinu, mest um 2.000 manns milli áranna 2016 og 2018. Eins og í fyrri bólunni, fasteigna- og virkjanasmíðinni fyrir hrun, mátti í túristabransanum finna óvenju mikla misnotkun vinnuafls. Á Kárahnjúkum urðu starfsmannaleigur alræmdar fyrir harðneskju gagnvart starfsfólki – haft var eftir yfirmanni íslenskrar starfsmannaleigu að „ef Pólverjarnir væru með eitt- hvað múður skyldi [verkstjórinn] bara lemja þá, því væru þeir vanir.“ Fjöldi rannsókna og mál á borði stéttarfélaga báru því vitni að sagan væri að endurtaka sig – í ferðamannabrans- anum og byggingariðnaði væri mikið um launaþjófnað og réttindabrot. Með öðrum orðum, í þeim geirum sem erlenda starfsfólkið var mest sótt í var mest um stéttaglæpi. Keyra upp hagvöxt Ef borinn er saman aðflutningur fólks og hagvöxtur má sjá að innflytjendur eru eins og grillolía á hagkerfið. Þeir keyra upp blússandi eld, vinna mikið fyrir lítið, en þegar hægir um eru þeir líka fyrstir til að missa sitt hlutverk. Byggingavinna Aðstæður erlends verkafólks á íslenskum vinnumarkaði

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==