Timarit Eflingar

TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 19 og ferðaþjónusta gat farið jafn hratt af stað og raun bar vitni því erlent vinnuafl var sótt til að búa um rúm, keyra rútur og steypa hús. Þegar opið hagkerfi og venjulegar ráðningar dugðu ekki til var fyllt í eyðurnar gegnum starfsmannaleig- ur, sem seldu verkafólk á klukkutímaprís. Svo fjaraði undan athafnagleðinni og þá voru ótryggustu, tímabundnustu ráðn- ingarnar þær fyrstu til að slitna – og starfsmannaleigur voru skýrt dæmi þar um. Starfsmönnum þeirra fækkaði úr 3.200 árið 2018 í 1.900 árið 2019. Eftir topp fjölgun starfsmanna af erlendum uppruna í ferðaþjónustunni dró líka úr fjölgun þeirra milli þessara ára. 2% allra íbúa í óleyfisbúsetu Erlent verkafólk á oft húsnæði sitt undir atvinnurekanda sínum komið og jafnvel, í tilvikum verkafólks utan Evrópu, einnig dvalarleyfi sitt. Því miður eru fjölmörg dæmi um að atvinnu- rekendur nýti sér neyð þessa hóps til að draga af því háar upphæðir af launum í leigu fyrir búsetu í þröngu og/eða jafn- vel hættulegu óleyfishúsnæði. Fjölmiðlar sögðu til að mynda frá því að fyrirtækið HD verk hefði í einu tilviki rukkað, 80 þúsund krónur á mann í sex manna herbergi. Reglulega berast fréttir af búsetu erlends verkafólks í ófull- nægjandi húsnæði. Athugun Slökkviliðsins á höfuðborgar- svæðinu leiddi í ljós að tæplega 100 börn og 1.000 fullorðnir væru skráðir með lögheimili í atvinnuhúsnæði árið 2017 og greinileg aukning væri á óleyfisbúsetu milli ára. Hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar áætlar í skýrslu sinni Íbúðaþörf á Íslandi 2020 til 2040 að á bilinu 5.300 til 6.800 manns eða um 2% allra íbúa í landinu búi í á bilinu 1.500 til 2.000 óleyfishúsnæðisrýmum á landinu öllu. Leiða má líkum að því að hátt hlutfall íbúanna sé verkafólk af erlendum uppruna, bæði fullorðnir og börn. Skelfilegur bruni á Bræðraborgarstíg 1 þar sem þrjár ungar manneskjur af erlendum uppruna létu lífið varð til þess að stjórnvöld ýttu loks úr vör starfshópi með fulltrúum Mann- virkjastofnunar, Þjóðskrár, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins og ASÍ um óleyfisbúsetu á liðnu hausti. Hópurinn hefur komist að því að þar sem íbúðauppbygging muni ekki full- nægja íbúðaþörf upp á 1.830 nýjar íbúðir á ári í náinni framtíð muni ekki fækka í hópi íbúa í óleyfisbúsetu á næstunni. Því er lagt til að gerð verði sú lagabreyting að hægt verði að skrá tímabundið aðsetur fólks í óleyfisbúsetu þó að lögheimili sé skráð „óstaðsett í hús.“ Með því móti fáist í senn nauðsynleg yfirsýn yfir fjölda íbúa í hverju óleyfisrými og tækifæri til að tryggja lágmarkskröfur til brunavarna. Samstaða og baráttugleði Þegar kjarasamningar runnu út í árslok 2018 kom í ljós sá mikli hiti sem var í fólki vegna stéttastríðs undangenginna ára. Stjórnmálamenn höfðu gefið sjálfum sér háar launahækkanir en hunsað stórfengleg vandamál eins og íbúðaskort fyrir það vinnuafl sem hélt hagkerfinu á hvínandi ferð. Stórfyrirtæki í ferðaþjónustu greiddu út vænan arð til eigenda meðan starfs- fólk fyrirtækjanna var í lægstu launaþrepum einkageirans. Kjaraviðræðurnar tóku langan tíma og enduðu í harðskeytt- um verkföllum í ferðaþjónustunni. Mátti þar sjá í fyrsta skipti á Íslandi rúmenskar, pólskar, filippseyskar, íslenskar konur, konur allra landa, yfirgefa vinnustaðina sína, hótel borgarinnar, að morgni baráttudags kvenna og fylkja liði í miðbæ Reykjavíkur. Úr þvottaherbergjum hótelanna út á götu. Í verkföllunum varð ljóst að baráttugleði og samstaða verka- fólks er mikil. Mörg þeirra höfðu ekki kosningarétt í Alþing- iskosningum, en þau gátu sagt skýrar hvað þau vildu en þau hefðu getað í nokkurri atkvæðagreiðslu. Baráttuvagn Eflingar var dreginn af verkafólki. Þeirra var baráttan og sigurinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==