Timarit Eflingar
20 TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 75% atvinnulausra félaga erlendir Eftir um árs samdráttartilhneigingu í íslenskri ferðaþjónustu og tengdum greinum skall Covid-kreppan á heimsbyggðina síðastliðið vor. Samdráttur samfara faraldrinum hefur komið mun harðar niður á erlendum ríkisborgurum heldur en íslensk- um, t.a.m. nam almennt atvinnuleysi 10,6% samanborið við 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara í nóvember á síðasta ári. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var 41% samanborið við 59% af íslenskum uppruna þrátt fyrir að fyrri hópurinn sé margfalt fámennari þegar á heildina er litið. Munurinn er enn meiri þegar litið er til félagahóps Eflingar því að af um 3.700 atvinnulausum Eflingarfélögum voru 75% af erlendum uppruna í samanburði við 25% af íslensk- um uppruna í október síðastliðnum. Athygli vekur að 66% atvinnulausra Eflingarfélaga eru yngri en 40 ára og mun algengara er að konur af erlendum uppruna en íslenskum séu án atvinnu. Þannig eru erlendar konur 36% allra atvinnulausra félaga Eflingar á meðan íslenskar konur eru aðeins 9% þess hóps. Ekki kemur á óvart að langmest atvinnuleysi er meðal félagsmanna á veitingahúsum, á gististöðum, við þrif og byggingariðnað. Veikara bakland Reynsla Eflingar sýnir að verkafólk af erlendum uppruna á að mörgu leyti erfiðara með að takast á við atvinnuleysi held- ur en verkafólk af íslenskum uppruna. Þessi hópur á erfiðara með að fá aftur vinnu því að tengslanet hans er sjaldnast jafn vítt og verkafólks af íslenskum uppruna. Tungumálahindran- ir valda því að hann á erfiðara með að leita sér upplýsinga um réttindi sín, laus störf og möguleika til náms og annarrar virkni í atvinnuleysinu. Því er heldur ekki að leyna að staða þessa hóps gagnvart atvinnurekendum er mun viðkvæm- ari heldur en annarra. Reynsla tilraunaverkefnis Bjarkarhlíð- ar fyrir þolendur mansals sýnir að það berast tilkynningar um vinnumansal á Íslandi. Erlent verkafólk er í viðkvæmari stöðu vegna tengslaleysis og hindrana vegna tungumáls og menningar. Veikara bakland þyngir róðurinn hjá erlendum barnafjölskyld- um. Minni líkur eru á því að stórfjölskyldan hlaupi undir bagga með foreldrum ungra barna vegna kostnaðar við ýmis konar nauðsynjar, skólamáltíðir fyrir börn og tómstundir svo dæmi séu tekin. Lágar og skertar atvinnuleysisbætur valda því að að fólk af erlendum uppruna leitar í vaxandi mæli eftir fjárhags- aðstoð viðkomandi sveitarfélags og hjálparstofnana. Síðast en ekki síst skera erlendir félagsmenn Eflingar sig úr að því leyti að þeir búa oftar í leiguhúsnæði heldur en félagar þeirra af íslenskum uppruna. Þessi sannleikur er bæði gamall og nýr. Árið 2015 gáfu Anna Wojtynska og Hallfríður Þórarins- dóttir út skýrslu um Húsnæðisaðstæður pólskra innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu þar sem bent var á að pólskir innflytj- endur hefðu lág laun, byggju margir í leiguhúsnæði og fengju ekki húsaleigubætur. Í nýlegri könnun Maskínu fyrir Eflingu og annarri fyrir Vörðu kom berlega í ljós að mun líklegra væri að erlendir félagsmenn byggju í leiguhúsnæði og hefðu meiri áhyggjur af því að standa straum af húsnæðiskostnaði heldur en íslenskir félagar þeirra. Öxlum ábyrgð Verkafólk hefur knúið áfram hagvöxtinn og borið uppi ferða- þjónustuna. Það hefur skilað dýrmætu vinnuframlagi til samfé- lagsins. Við eigum að hlusta á sjónarmið þeirra og tryggja þeim mannsæmandi lífsviðurværi og von um bjartari framtíð. Nokkrar leiðir að því markmiði felast í því að auka framboð af störfum á vegum hins opinbera, bæta umhverfi leigjenda, efna til átaks í uppbyggingu á ódýru íbúðarhúsnæði, hækka flatar atvinnuleysisbætur, auka upplýsingaflæði á erlendum tungumálum, tryggja réttindi og vinna markvisst að útrým- ingu vinnumansals. Síðast en ekki síst þarf að hlúa að barnafjölskyldum og öðrum viðkvæmum hópum í samfélaginu. Reynsla þjóðanna sýnir svo ekki verður um villst að ekkert skiptir meira máli þegar samfé- lög verða fyrir jafnharkalegum andbyr og heimsbyggðin tekst nú á við en að berjast fyrir efnahagslegu réttlæti. Verka- og láglaunafólk allstaðar að úr heiminum er þar í framvarðasveit. Í MeToo byltingunni haustið 2017 voru aðfluttar konur meðal þeirra kvenna sem deildu reynslu sinni af íslenskum vinnumarkaði. „Í mínu vinnunni eru bara mig og tveir karlamenn. Þau meiða mig ekki með höndum en með orðum. Þau segja stundum heimsk útlensk hóra og tussa.“ „Dóttir mín var veik og ég þurfti að sækja hana í leik- skólann. ... Ég sagði yfirmanninum að ég yrði að fara, hún væri veik. Hann sagði: Allt í lagi, en fyrst þarftu að sjúga mig. Hann var ekki hlæjandi, horfði bara á mig, ég var hrædd. Ég er gift. Svo skellti hann uppúr og sagði: Farðu, en þú færð ekki borgað fyrir restina af deginum.“ „Ég vann við þrif hjá „ríkri fjölskyldu“ í Reykjavík. ... Nokkrum sinnum kom ég að þrífa þegar eiginmaðurinn var heima. Hann daðraði við mig og sagði brandara á lélegri ensku um kynferðislega hluti sem mér fannst óþægilegt. ... Ég gleymdi tusku í svefnherberginu og þurfti að fara inn aftur að sækja hana. Hann elti mig inn, ýtti mér uppvið vegginn með líkamanum sínum. Hann hélt um úlnliðina á mér, þefaði af hausnum og hálsinum mínum og sleikti svo frá kinninni niður milli brjóstanna minna. Hann sagði: Mig langaði alltaf að vita hvernig lituð kona bragðaðist.“ „Ég vinn með mann sem er alltaf að klappa og klípa rassinn á mér, stundum brjóstið! Hann er einn af yfirmönnunum. Hann segir að bara svartar konur hafi flottan rass einsog ég. Enginn segir neitt. Ég þoli það ekki en ég þarf að vinna, ég þarf peninginn.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==