Timarit Eflingar

24 TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS Reynslusaga af íslenskum vinnumarkaði Adrian Mihai Hegedus er frá Rúmeníu og kom til Íslands í gegnum starfsmannaleigu í september 2019. Sæll Adrian, Værirðu til í að deila þinni reynslu af því að koma til Íslands til að vinna? Ok, takk fyrir. Ég sá auglýsingu frá byggingarfyrirtæki á Íslandi og ákvað að sækja um. Ég fékk skilaboð frá konu. Ég hringdi í hana, bara til að sjá hvort hún væri til í alvörunni. Ég spurði hana hversu mikinn pening ég þyrfti að koma með til að skrimta fram að fyrstu útborgun. Hún sagði að ég þyrfti ekki mikið því hún ætlaði að útvega mér húsnæði og borga mér fyrirfram fyrir mat. Ég kom til Íslands fullur vonar og hélt að ég myndi hitta heiðarlegt fólk og lifa góðu lífi. Kona frá fyrirtækinu kom að sækja mig á flugvöllinn. Hún skutlaði mér á nýja heimilið – á sjöttu hæð í blokk í Breiðholti. Þetta var íbúð með meira en sex herbergjum... mjög skítugt... ég fékk lítið herbergi... ég var mjög sáttur því ég deildi því ekki með neinum. En martröðin byrjaði strax eftir fyrstu nóttina... ÞAÐ VORU VEGGJALÝS Í ÍBÚÐINNI. Þær voru að éta mig lifandi!!! Það er ekki mikið! Minnsta málið. Ég skal segja þér hana hér á Messenger, ef þér er sama. OMG! Hvað gerðir þú? Ég fór á bráðamóttöku. Læknarnir sögðu mér: þú þarft að flytja út strax í dag! Ég talaði við konuna – eiganda starfsmannaleigunnar. Hún vissi af vandamálinu. Svo ég bað hana að færa mig á annan stað. Eftir langt þref færðu þau mig í nýtt hús í Kópavogi. Ég fékk herbergi með engum gluggum, engri loftræstingu, bara baðherbergi... ég held að húsið hafi verið verksmiðja áður. Ég var í þessu húsi með 15-20 öðrum, sem deildu einu baðherbergi. Það var mjög slæmt, því allir komu heim á sama klukku- tímanum og allir þurftu að fara í sturtu. Og svo elduðu allir á sama tíma í einu pínulitlu eldhúsi. En ég var sáttur því ég var með baðherbergi og engin skordýr. En ég hafði enn enga vinnu, eigandi fyrirtækisins var enn í fríi og ég fékk enga peninga fyrir mat eins og hún hafði lofað mér. Eftir að hafa beðið aftur og aftur sagði hún mér að hún gæti borgað að hámarki fimmþúsundkall á viku fyrir mat. Þetta var væntanlega talsvert ólíkt því sem þú áttir von á hér á Íslandi? Nei. Ég keypti núðlur og makkarónur og bakaðar baunir í dós. Það var allt og sumt. Flestir sem bjuggu með mér í þessu húsi í Kópavogi stálu mat úr búðum. Það er ekki eðlilegt. Ég fór með einum í búðina; hann átti afmæli og hann hafði ekki efni á lítilli afmælisköku. Svo hann fór bara að gráta, í miðri búðinni. Þetta var einn sorglegasti dagur lífs míns.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==