Timarit Eflingar
TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 25 Já! Ég kom til Íslands í þeirri trú að ég hefði starf – en þarna var ég, vikum seinna, enn þá með enga vinnu og ekkert að gerast. Konan frá starfsmannaleigunni sagði alltaf að hún myndi finna eitthvað fyrir mig á morgun, á morgun... Eftir nokkrar vikur, eftir fullt af skilaboðum frá mér, fann hún handa mér starf í byggingarvinnu. Svo ég var kátur. Strax frá fyrsta degi í þessu nýja starfi hagaði eigandi fyrirtækisins sér skringilega. Hann sagði okkur seinna að ástæðan væri að gamla nafnið á starfsmannaleigunni sem við unnum hjá væri prentað á vinnufötin okkar. Það fyrirtæki virtist hafa mjög slæmt orðspor í landinu. Hann sagði okkur að það myndi valda honum vandræðum ef fólk vissi að hann væri að vinna með þessari starfsmannaleigu. Svo við teipuðum yfir nafnið á gamla fyrirtækinu. En yfirmaðurinn var hræddur og fór að hegða sér sífellt skringilegar. Hann var að reyna að losna við okkur, því hann vildi ekki vandræði. Við enduðum á að rífast út af því hvernig hann hagaði sér gagnvart mér, og ég hætti. Næsta dag sendi hann mér skilaboð og baðst afsökunar. En hann var bara hræddur um orðsporið sitt. En ég var aftur ekki með neitt starf. Fundu þau annað starf handa þér? Ég fékk einhver tímabundin störf, til dæmis í einn eða tvo daga hjá einhverju þakfyrirtæki. Sá náungi var líka að henda út fólki frá starfsmannaleigunni – út af slæmu orðspori. Þetta var ekki að virka. Ég sá að ég þyrfti að leita annað og leita að eigin herbergi. Ég fann kjallaraherbergi, mjög lítið, en ég hugsaði: þetta er flóttaleiðin mín! Svo ég tók það. Það kostaði 50 þúsund á mánuði. Ég málaði það og setti inn nýtt gólf og gerði það mjög kósí. Ég gerði þetta fyrir minn eigin pening, en þurfti ekki að borga tryggingu. Það var díllinn og happ fyrir mig. Ég var líka farinn að leita að vinnu aftur, en núna á eigin spýtur, svo fékk ég samning við bakarí og ég hef unnið fyrir þau í eitt ár. Hélstu sambandi við verkamennina í Kópavogi? Jú, bakaríið sem ég vinn hjá gefur afganga ef eitthvað er eftir. Svo ég fór venjulega með þá til þeirra. Því sumir þeirra þurftu að leita í ruslinu að mat. Annan hvern dag fór ég með tvo poka af smákökum og brauði til þeirra. Þeir voru þjáðir. Þeir höfðu ekkert. Þeir gátu ekki útvegað fjölskyldum sínum í Rúmeníu mat. Það var sorglegast. Að koma heim eftir vinnu á Íslandi fátækari en þú komst hingað. Hvað með starfsmannaleiguna? Heyrðir þú frá þeim aftur? Jú, reyndar. Þegar bruninn varð á Bræðraborgarstíg póstaði ég einhverju á Facebook um það og konan – eigandi starfs- mannaleigunnar – byrjaði að senda mér skilaboð og hringja í mig, hóta mér öllu mögulegu. Ég fór á endanum til lögreglunnar og þau sögðu mér að leggja fram tilkynningu um hótanir. Starfsmannaleigan sem ég vann hjá leigði út herbergi fyrir starfsfólk á Bræðraborgarstíg örfáum mánuðum áður en húsið brann. Þetta hús var hryllingur. Ég veit það því ég fór stundum þangað á morgnana að sækja starfsfólk til að keyra það í vinnuna. Hvernig er lífið í dag? Því miður missti ég starfið hjá bakaríinu fyrir nokkrum dögum út af Covid. En ég var mjög heppinn að fá að vinna þar. Við erum enn vinir og ég lærði helling. Ég horfi björtum augum til framtíðar og er mjög bjartsýnn. Ég vil sækja fjölskylduna mína til Íslands og vona að ég geti farið á eftirlaun hér. Takk fyrir að segja mér söguna þína, Adrian.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==