Timarit Eflingar

Þann 26. september síðastliðinn voru 70 ár frá stofnun Félags starfsfólks í veitingahúsum, en félagið sameinaðist Eflingu við stofnun 1998. Af þessu tilefni heyrði blaðamaður Eflingar í Bjarna Þórarinssyni, stofnanda og fyrsta formanni félagsins. Bjarni stoppaði stutt við sem starfsmaður í veitingahúsageiranum, enda var hann að fjármagna kennaranám sitt með vinnu sem næturvörður á hóteli. En það er óhætt að segja að þessi stutti tími hans á hótel- inu, og enn styttri tími sem formaður félagsins, hafi verið viðburðaríkur og markað spor í sögu stéttabaráttu starfsfólks í veitingahúsum. Hvernig kom það til að þú fórst að vinna á hóteli í Reykjavík? Ég var að verða 20 ára þegar ég settist á 2. bekk kennaraskólans haustið 1949. Ég átti enga peninga og ekki foreldrar mínir heldur, en ég hafði fengið loforð frá Þorsteini Jónssyni kaup- félagsstjóra á Reyðarfirði um að kaupfélagið myndi lána mér fyrir uppihaldi næstu árin við námið. Þegar ég kom til Reykjavíkur sá ég að auglýst hafði verið eftir næturverði á hótel Skjaldbreið og réði ég mig sem næturvörð um haustið. Kaupið var frítt fæði og húsnæði + 900 kr. á mánuði, þannig að ég náði að halda mér uppi með þessari vinnu og þurfti ekki á láninu að halda. Ekki fyrr en síðasta veturinn minn. Vinnutíminn á hótelinu var allar nætur frá kl. 12 á miðnætti til kl. 8 að morgni. Kennsla í skólanum hófst kl. 9. Ég hafði því góðan tíma til að ganga í skólann. Ég lagði mig svo bara seinni partinn. Varstu að vinna allar nætur vikunnar? Já. Allar nætur, allt árið. Það var aldrei frí. Af hverju ákvaðst þú að stofna verkalýðsfélag starfsfólks í veitingahúsum? Enginn starfsmaður hótelsins var í verkalýðsfélagi. Hver og einn var að semja um kaup og kjör fyrir sig. Mér fannst það ekki í lagi og sumarið 1950 notaði ég til að safna saman nöfn- um starfsfólks veitingahúsa í Reykjavík, sem vildi stofna félag til að semja sameiginlega um kaup og kjör við eigendur húsanna. Þetta fólk, um 60 manns, flest konur, kom svo saman og stofnaði félagið og kaus stjórn þess þann 26. september 1950. Á þeim fundi var ég kosinn formaður félagsins. Guðmundur Vigfússon framkvæmdastjóri fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík aðstoð- aði okkur mikið við stofnun félagsins og samningagerð. En þegar semja átti við eigendur veitingahúsanna, sem sjálfir höfðu bundist félagi nokkrum árum áður, neituðu þeir að semja við félag starfsfólksins. Þeim fannst bara þægilegast að hafa félagslaust fólk og vildu ekki viðurkenna okkar félag. Það leið þarna allur veturinn og við fengum enga samninga. Þetta endaði með verkfalli sem stóð í þrjár vikur vorið 1951 eða þar til samningar náðust. Deilan snérist því um að fá félagið samþykkt. Hvernig var þessi tími þegar þið voruð í verkfalli? Ég fór í skólann á milli samningafunda og var í verkfallsvörslu á kvöldin. Eitt fyrsta kvöldið í verkfallsvörslunni fórum við á Bautann í Hafnarstrætinu og þá var mér hrint niður stiga og ég tognaði á ökkla og var á hækju allt verkfallið. Það var sonur eigandans sem hrinti mér. Ég kærði hann og vann málið. Þannig að það gekk á ýmsu. En við fengum mikinn stuðning frá almenningi sem sniðgekk þau veitingahús sem voru opin í verkfallinu og voru að fremja verkfallsbrot. Auk þess aðstoðuðu margir okkur við verkfallsvörsluna. Í kjölfarið sáu eigendur veitingahúsanna sig knúna til að semja við félagið og að lokum vannst fullnaðarsigur. Auk þess að fá félagið samþykkt, var samið um umtalsverða kaup- hækkun og einn frídag í mánuði. En sjálfur fékk ég bara uppsagnarbréf frá hótelstjóranum, þar sem mér var sagt upp með mánaðar fyrirvara. Í blöðum frá þessum tíma er talað um uppsögn þína sem ofsóknir á hendur þér. Nú var fjallað um það? Ég vissi það ekki. Ég las ekkert blöðin á þessum tíma því ég var í prófum þarna um vorið. Annars var alltaf gott á milli okkar Péturs, hótelstjóra á Hótel Skjaldbreið. Hann var bara neyddur til að reka mig held ég, því hann var örugglega í stjórn eigenda veitingahúsa. Hvað gerðirðu eftir uppsögnina? Ég var auðvitað með herbergi á vegum hótelsins þannig að ég missti það þegar mér var sagt upp. Ég réð mig bara austur á síld um sumarið og kláraði kennaraskólann veturinn á eftir. Þá kom það sér vel að vera búinn að fá loforð um lán frá kaupfélagsstjóranum á Reyðarfirði. Svo kláraði ég kennaraskólann um veturinn og starfaði sem kennari og síðar skólastjóri til 60 ára aldurs en eftir það fór ég að róa á trillunni minni til ársins 2004. TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 35

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==