Timarit Eflingar

38 TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS Efling ýtir úr vör skóla fyrir félaga sína á vormisseri. Um er að ræða uppstokkun á núverandi fræðslufyrirkomulagi stéttarfé- lagsins auk nýrrar námsbrautar. Markmiðið er að færa fræðslu til félaga í nútímalegra horf, gera hana fjölbreyttari, mark- vissari og áhugaverðari en áður. Með skólanum er mynduð eins konar regnhlíf yfir núver- andi kennsluframboð Eflingar, þ.e. trúnaðarmannafræðslu, fræðslumorgnana Drop-Inn, virkninámskeið, starfslokanám- skeið, fagnámskeið og önnur stök námskeið. Jafnframt verður boðið upp á svokallaða almenna braut fyrir alla Eflingarfélaga. Efling stofnar skóla Á almennu brautinni er Eflingarfélögum veittur stuðningur, tæki og tól til að hafa aukin áhrif, beita sér í þágu verkalýðs- baráttunnar og samfélagsmála almennt. Brautin skiptist upp í fjóra hluta. Í fyrsta hlutanum, sem verður kenndur í apríl, verður Eflingar- félögum bent á tækifæri til áhrifa, veitt leiðsögn í tján- ingu, leiðbeint um notkun samfélagsmiðla og ýmsar aðrar árangursríkar leiðir til að koma skoðunum sínum og hugsjón- um á framfæri. Hvað á skólinn að heita? Efnt er til samkeppni um heiti á hinum nýja skóla. Til þess að taka þátt í nafnasamkeppninni sendir þú tillögu á efling@efling. is eða í síma 510 7500 fyrir 1. mars nk. Eigandi vinningstillögunnar hlýtur 50.000 kr. í verðlaun. Hægt er að hafa samband við Fríðu Rós, teymisstjóra fræðslumála hjá Eflingu ef óskað er frekari upplýsinga, frida@efling.is/510 7578. Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum innsendum tillögum þyki engin þeirra hæf og verður skólanum þá fengið nafn eftir öðrum leiðum. 50.000 kr. fyrir besta nafnið

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==