Timarit Eflingar

6 TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS Samtalinu fer að ljúka og Anna veltir fyrir sér: „Ég hélt að eftir kreppuna 2008 kæmi bylting, en það gerðist lítið. Það eina sem gerðist var að kerfið skaut enn dýpri rótum, varð kapítalískara, enn markaðra af nýfrjálshyggju.“ Eftir stutta stund bætir hún við: „Sem samfélag þurfum við að endur- skipuleggja þetta kerfi, sérstaklega vegna loftslags- og kórónukrísunnar. Ég velti fyrir mér hvort við ættum ekki að íhuga alvarlega borgaralaun. Ekki bara á Íslandi, heldur alls staðar.“ Anna takes part in the symposium Discrimination in the labor market, organised by Efling, ASÍ and SGS, where she will present the situation of foreign workers in Iceland at a time of crisis. Her research on migrant issues in Iceland started during her graduate studies at the University of Warsaw. She came to the country to do fieldwork among Polish migrants, she met her future husband and eventually moved here. Our conversation continues, and we talk about similarities between the 2008 crisis and the corona virus crisis. Anna says: “In both crises, unemployment affected foreign work- ers more than Icelandic. However, it did not happen in exactly the same way, since it affected different sectors of employ- ment. The crisis following the financial crash was remarkable since prior to the 2008 crisis the unemployment rate amongst foreign workers was almost negligible and considerably lower than amongst Icelandic workers. Even though the unemploy- ment decreased with the economic recovery, it remained higher among migrants than among the native population and never returned to the pre-crisis level.” I ask her for reasons. “Prior to the 2008 crisis people did not know what services were available; therefore, they were not using them. Being a migrant often means that you discipline yourself, you convince yourself that you cannot behave as though you have full rights in the society. Another reason is the structure of the international labour market. Migrant workers are stuck in a couple of paradoxes - they are coming here because it is financially beneficial for them, while the employers strive to attract foreign workers, because they are a cheaper labour force. However, when the crisis strikes, the migrant workers are first to be terminated and are expected to return to their countries of origin as there is a tendency to perceive them as subsidiary and temporary workers. Yet, oftentimes they have no option to return. This is when the migrants realise they have to meet a completely different, new and more stringent set of expectations. I once spoke to a man who had been promised a job as a bus driver and Anna tekur þátt í málþingi Eflingar, ASÍ og SGS, Manna- munur á vinnumarkaði , og kynnir þar aðstæður erlends verkafólks á Íslandi á krepputímum. Rannsóknir hennar á innflytjendum á Íslandi hófust í framhaldsnámi í Háskólanum í Varsjá. Hún kom til Íslands til að gera vettvangsrannsókn meðal pólskra innflytjenda, kynntist núverandi eiginmanni sínum og flutti á endanum hingað. Samtal okkar heldur áfram og við ræðum líkindin milli krepp- unnar 2008 og þeirrar í kórónuveirufaraldrinum. Anna segir: „Í báðum kreppum lentu innflytjendur verr í atvinnuleysi en innlendir. Það gerðist hinsvegar ekki á nákvæmlega sama hátt því mismunandi geirar urðu fyrir áfallinu. Fjármálakreppan var sérstök fyrir það að á undan henni hafði atvinnuleysi innflytj- enda verið hverfandi og mikið lægra en meðal íslensks verka- fólks. Þótt atvinnuleysi hafi minnkað með batnandi efnahags- ástandi hélst það hærra hjá innflytjendum og náði aldrei niður í það lága stig sem ríkti fyrir hrun.“ Ég spyr hvers vegna. „Fyrir kreppuna 2008 vissi fólk ekki hvaða þjónusta væri í boði, og sótti því ekki í hana. Að vera innflytjandi er oft agandi, þú sannfærir þig um að þú megir ekki haga þér eins og þú hafir full réttindi í samfélaginu. Önnur ástæða er uppbygging alþjóðlega vinnumarkaðarins. Aðflutt vinnuafl er fast í viðjum nokkurra þversagna – þau koma því það er fjárhagslega hagkvæmt, en atvinnurek- endurnir sækja í erlenda verkamenn því vinnuafl þeirra er ódýrara. Þegar kreppan skellur á eru þeir svo fyrstir til að vera reknir og þess vænst af þeim að þeir flytji úr landi. Það er litið á þá sem undirsetta og tímabundna starfsmenn. Samt hafa þeir oft ekki möguleikann á að fara heim. Það er á þess- um tímapunkti sem innflytjendur átta sig á að þeir þurfa að mæta allt öðrum, nýjum og miklu strangari væntingum. Ég talaði einu sinni við mann sem hafði verið lofað starfi sem rútubílstjóri. Þegar hann lýsti áhyggjum sínum yfir að kunna ekki íslensku fullvissaði ráðningarstofan hann um að það væri engin þörf á því. Í þeirri vissu kom hann til landsins og tók starfinu, en þegar kreppan kom voru honum settir afarkostir: hann yrði að læra málið eða missa vinnuna.“ Við ræðum ástæðurnar fyrir þessari þversagnakenndu stöðu og Anna segir: „Okkur er sagt að frjálsar ferðir og sveigjan- leiki séu forréttindi. Það er ekki svo einfalt. Erlent verkafólk er oft þvingað til ferðalaga, þvingað til að vera sveigjanlegt, meðan fólk vill oft bara stöðugleika og fjárhagslegt öryggi. Vinnumarkaðurinn er líka alþjóðlegur, en velferðarkerfið er afmarkað með landamærum. Færanleikinn er góður meðan þú þarft ekki félagslega aðstoð, sveigjanleikinn er góður þar til þú þarft starfsöryggi. Mjög fáir misnota kerfið viljandi. Fólkið er ekki slæmt, kerfið er slæmt.“ Við ræðum hvað hefur breyst á vinnumarkaðnum eftir síðustu kreppu og Anna segir: „Á tíunda áratugnum fannst erlendu verkafólki í fiskiðju eða þrifum yfirleitt að vinna þeirra væri metin að verðleikum. Þeim fannst ekki illa komið fram við þau. Eftir það höfum við séð aukningu meðal fólks í alls konar hrakvinnu og láglaunavinnu sem finnst illa komið fram við sig og störf þeirra vanmetin. Hér höfum við aðra þversögn; erlent verkafólk hefur tvö viðmiðunarkerfi. Jafn- vel þó þeim finnist illa komið fram við sig er það betra en ástandið í heimalandinu þar sem tækifæri eru enn færri. Þau sætta sig við ástandið hér vegna þess að það er verra annars staðar.“ „Vinnumarkaðurinn er líka alþjóðlegur, en velferðarkerfið er afmarkað með landamærum. Færanleikinn er góður meðan þú þarft ekki félagslega aðstoð, sveigjanleikinn er góður þar til þú þarft starfsöryggi. Mjög fáir mis- nota kerfið viljandi.“

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==