Orlofsblað BHM

LEIÐARI FORMANNS Undanfarnir mánuðir og misseri hafa reynt mjög á okkur öll og ekki þarf að fjölyrða um ástæðuna. En nú fer vonandi að hilla undir betri tíð. Okkur ætti að vera óhætt að fara að huga að því hvernig við viljum haga orlofstöku á árinu og byrja að hlakka til. Þegar þessi orð eru skrifuð á sjóðurinn 49 eignir á sex svæðum í öllum landshlutum, auka þess sem 7 hús eru á framkvæmdastigi. Þau hús leysa af hólmi eldri hús og má því segja að eignasafn sjóðsins sé 56 eignir. Flestar, eða 25 eignir eru í Brekkuskógi og þar er og hefur verið margt í gangi árið 2020, m.a. eru þær 7 eignir sem eru á framkvæmdastigi þar. Eignasafnið þar verður því innan skamms aftur 32 hús. Í Brekkuskógi lauk vel heppnaðri uppgerð á B-húsum 22, 23 og 24 og hafa þau verið tekin í notkun. Auk þess er hönnun sérhæfðs hús fyrir fatlaða sem koma á í stað C-húss 28 sem brann á lokastigi og liggur fyrir tilboð og samningur um framkvæmdina. Hafin er vinna við framkvæmd nýju húsanna sem leysa eiga þau 6 A hús af hólmi sem enn voru óuppgerð. Á öðrum svæðum hafa viðhaldsframkvæmdir haldið áfram m.a. var skipt um þök á nokkrum húsanna á Hreðavatni og haldið var áfram endur- bótum húsanna í Aðaldal. Síðasta sumar var boðið upp á orlofskosti innan- lands og erlendis eins og venja hefur verið á um- liðnum árum. Í ljósi ríkjandi ástands var mikil eftirspurn og góð nýting á orlofskostum innan- lands en í stuttu máli var nýtinga orlofskosta erlendis afar slæm. Ákveðið hefur verið að breyta áherslum í rekstri sjóðsins í því skyni að fleiri sjóðfélagar en hingað til fái notið þeirra fríðinda sem sjóðurinn býður upp á. Dregið verður úr framboði framleigðra orlofshúsa og íbúða á sumrin og auknu fé varið í niðurgreiðslur á hótelgistingu, flugfargjöldum, veiðikortum, útilegukortum og ýmsum gjafa- bréfum frá því sem verið hefur. Sem hluti af þessum breytingum hefur stjórn ákveðið að á árinu 2021 verði engar eignir teknar á leigu erlendis og aðeins fimm eignir innanlands. Það fé sem með þessu sparast verður nýtt til að auka niðurgreiðslur til handa sjóðfélögum. Með þessari ákvörðun er stuðlað betur að því að fjármunir og þjónusta sjóðsins nýtist sem flestum sjóðfélögum. Að auki má nefna að ekki er talið skynsamlegt að leigja eignir erlendis í því óvissuástandi sem nú ríkir vegna kórónu­ veirufaraldursins Framboð orlofskosta verður eitthvað minna á næsta ári m.a. kemur það til af því að það fækkar um 7 hús til útleigu í Brekkuskógi og færri hús verða tekin á leigu til framleigu. Sumarið 2021 mun orlofssjóðurinn bjóða upp á 54 hús eða íbúðir innanlands, 594 leiguvikur. Auk orlofskosta niðurgreiðir sjóðurinn fjölbreytt úrval annarra valkosta sem hægt er að nýta tengt töku orlofs. Það eru hótelmiðar útilegu-, golf- og veiðikort og gjafabréf hjá Útivist, og flugfélög- unum, Icelandair, Air Iceland Connect og Flug- félaginu Örnum. Er þessum kostum öllum gerð góð skil hér í blaðinu. Sjóðfélagar sem hug hafa á að nýta orlofskosti að sumri eru hvattir til að sækja um úthlutun. Vakin er sérstök athygli á að alltaf er töluverð hreyfing á þeim orlofskostum sem bjóðast eftir að úthlutun er lokið. Þau sem sent hafa inn um- sókn fyrir tímabilið geta þá bókað orlofskosti sem losna á undan öðrum sjóðfélögum sem ekki sóttu um. Bent er á svokölluðum flakkarahúsum sem eru undanskilin úthlutun, í tilviki þeirra hefur punktafjöldi ekki hafa áhrif á möguleika sjóðfélaga til að fá þessi hús heldur ræður þar reglan „fyrstur bókar, fyrstur fær“. Einnig eru sjóðfélagar hvattir til að skrá sig á póstlistann á bókunarvefnum orlof.is/bhm. Sjóðfélagar eru einnig hvattir til að fylgja facebook-síðu sjóðsins (Orlofssjóður BHM). Með ósk um ánægjulegt, gott og hugmyndaríkt orlof 2021. Fyrir hönd stjórnar sjóðsins Lilja Grétarsdóttir formaður 3 ORLOFSSJÓÐUR BHM 2021

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==