Orlofsblað BHM

ÚTHLUTUN Á vef sjóðsins orlof.is/bhm má finna allar upplýsingar um orlofskosti og rafrænt umsóknarform. ÚTHLUTUN OG PUNKTAR Úthlutun vegna páska- og sumarleigu fer eftir punktastöðu félagsmanna, því fleiri punktar, þeim mun meiri möguleikar á úthlutun. Sjóð- félagar ávinna sér 48 punkta á ári eða 4 punkta fyrir hvern mánuð sem greitt er í sjóðinn. Hægt er að sjá punktastöðu á bókunarvefnum. 96 punktar dragast af inneign við páska- og sum- arúthlutun innanlands sem utan. Niðurstöður liggja fyrir örfáum dögum eftir að umsóknarfresti lýkur og eru sendar í tölvupósti ásamt greiðsluupplýsingum á það netfang sem gefið er upp í umsókn. EN EF ÉG ER ... í fæðingarorlofi Sjóðfélagar halda óskertum réttindum í fæðingarorlofi með því að greiða stéttarfélagsgjald af greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. atvinnuleitandi/í námsleyfi Þú getur óskað eftir að greiða árgjald í orlofs- sjóðinn og haldið fullum réttindum í sjóðnum. Gjaldið er nú kr. 3.000. öryrki Þú getur óskað eftir að greiða árgjald í orlofs- sjóðinn og haldið fullum réttindum í sjóðnum. Gjaldið er nú kr. 3.000. lífeyrisþegi Lífeyrisþegar geta gegn greiðslu ævigjalds haldið réttindum í sjóðnum ævilangt. Þetta miðast við að viðkomandi hafi notið fullra réttinda í sjóðnum við starfslok. VETRARLEIGA Yfir vetrartímann er hægt að leigja: Öll húsin í Brekkuskógi – Öll húsin við Hreðavatn – Eina íbúð á Akureyri – Fjögur hús í Hlíðarfjalli – Þrjár íbúðir í Reykjavík – Tvö hús í Miðhúsum við Egilsstaði – Tvö hús á Blönduósi. LEIGUTÍMABIL OG OPNANIR 15. júní 2021 kl. 12:00 Opnað fyrir leigutímabilið 20. ágúst til 4. október 2021. 15. júlí 2021 kl. 12:00 Opnað fyrir leigutímabilið 4. október til 1. nóv- ember 2021. 16. ágúst 2021 kl. 12:00 Opnað fyrir leigutímabilið 1. nóvember til 30. nóvember 2021. 15. september 2021 kl. 12:00 Opnað fyrir leigutímabilið 30. nóvember 2021 til 3. janúar 2022. PÁSKALEIGA Opnað verður fyrir umsóknir vegna leigu um páskana árið 2021 þann 29. janúar. Útleigutímabilið er frá 31. mars til og með 7. apríl. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 28. febrúar og úthlutun lýkur 3. mars. Sjóðfélagar sem fá úthlutað um páska fá viku til að ganga frá greiðslu. Greiðslufrestur rennur út á miðnætti 10. mars. FORGANGSBÓKUN 12. mars opnast bókunarvefur kl. 12:00 á hádegi í eina viku. Þessi opnun er EINUNGIS fyrir þá sem sóttu um en fengu ekki úthlutað og fyrir þá sem greiddu ekki fyrir úthlutun sína. ATH. Hér gildir reglan fyrstur bókar fyrstur fær. 4 ORLOFSSJÓÐUR BHM 2021

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==