Timarit Eflingar

Saga Logan og baráttan Logan var sjálf fórnarlamb kynlífsmansals þegar hún var ung og þekkir því reynsluheim þeirra sem lenda í þessum sporum og varnarleysi þeirra af eigin raun. Sem unglingur bjó hún við erfiðar heimilisaðstæður og var ekki nema 16 ára þegar hún flúði að heiman og út í óvissuna. Það var á þessu viðkvæma tímabili í lífinu sem hún kynntist fólki sem nýtti sér varnar- leysi hennar. Logan tókst að komast úr þessum aðstæðum og hefur barist gegn mansali síðan. Eftir menntaskóla byrjaði hún að vinna með fórnarlömbum mansals á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, börnum allt niður í sex og sjö ára og sá í þeirri vinnu hversu miklu máli skiptir að gefa fólki von. „Vonin er mikilvæg fórnarlömbum mansals og við sem samfélag verð- um að hafa aðgerðir og úrræði fyrir fórnarlömbin.“ Logan sagði ekki sögu sína í mörg ár. Ekki fyrr en hún var komin í háskólanám í Japan og var að vinna að rannsókn um mansal og hvernig opinbera kerfið þar í landi bregst við. Kennarinn hennar í háskólanum ráðlagði henni þá að segja sögu sína. „Hún sagði að ég þyrfti að tengjast betur málefn- inu, að þeir sem ég ræddi við myndu tengja betur við mig ef ég segði mína sögu, manneskju sem hefði virkilega ástríðu til að ná fram breytingum en væri ekki bara hvít kona frá Bandaríkjunum að rannsaka mansal.“ Hún segir þó stundum flókið að berjast gegn mansali og vera á sama tíma fórnar- lamb því fólk hafi stundum meiri áhuga á hennar sögu en aðgerðum gegn mansali. „Ég vil ekki bara segja mína sögu heldur allra hinna líka og ég vil hvetja fólk til að grípa til aðgerða gegn mansali.“ Hún lærði af því og setur nú sögu sína alltaf í samhengi við baráttuna gegn mansali, það er og verði alltaf aðalmálið – að berjast gegn mansali og veita fórn- arlömbum þess von um betra líf. Mýtur um mansal Mansal er heill flokkur af brotum, allt frá því að vera vel skipulagt á vegum glæpasamtaka sem líta á það sem gróða- vænleg viðskipti, kynlífsmansal eða vinnumansal, eða á minni skala eins og ofbeldisfullur maki, sem jafnvel skiptir á vörum eða fjármunum gegn nauðgun á maka. Logan segir að það séu til alls konar mýtur um mansal og oft á tíðum ríki mikill misskilningur um hvað mansal er. Sem dæmi nefnir hún bandarísku kvikmyndina Taken þar sem ungri stúlku er rænt um hábjartan dag af götunni til að selja í mansal. Stúlkan kemur úr öruggu umhverfi, á fjölskyldu og tilheyrir samfélagi sem bregst við hvarfi hennar. Logan segir að þetta sé sjaldn- ast raunin því mansal þrífist á varnarleysi og að nýta sér veik- leika fólks. „Það hafa ekki allir sömu tækifæri og úrræði til þess að bregðast við mansali. Bestu varnir okkar gegn þessu er að sjá til þess að samfélag okkar sé sterkt og grípi þá sem eru varnarlausir, “ segir hún. Erlent fólk í viðkvæmari stöðu Það er ljóst að mansal þrífst á Íslandi en það er erfitt að henda reiður á umfanginu. Á vinnumarkaði þrífst mismunun og mikill fjöldi erlends verkafólks er fluttur inn til landsins. Þá eru hér jaðarhópar sem eru útsettir fyrir mansali eins og eiturlyfjaneytendur, fólk í vændi sem getur tengst kynlífs­ mansali og dæmi eru um að fólk sé neytt til að betla á götum úti. Einnig má nefna fjölda hælisleitenda sem eru í viðkvæmri stöðu. Logan segir þær aðstæður sem Covid faraldurinn valdi auka hættuna á mansali verulega. Vinnumarkaðurinn sé mun viðkvæmari en áður og atvinnuleysi hafi aukist mikið. Hún bendir á að þegar erfitt er að finna sér vinnu sé auðveldara að ýta fólki út í aðstæður sem það vill ekki. Einnig er öll kynlífsvinna orðin mun hættulegri, en auk smithættu hefur færst meiri harka í þennan heim vegna Covid kreppunnar. Hún nefnir að erlent fólk á Íslandi sé í sérlega viðkvæmri stöðu þar sem það hafi ekki sama tengslanet og Íslendingar og glími við hindranir tengdar tungumáli og menningu. Ekkert formlegt kerfi til Logan bindur vonir við að nýtt framkvæmdateymi um mansal í Bjarkarhlíð, sem Ragna Björg Guðbrandsdóttir stýrir, muni efla baráttuna gegn mansali. „Teymið býður upp á þjónustu sem við höfðum ekki áður en það tók til starfa síðasta sumar. Það var ekkert formlegt kerfi til, það vantaði alla innviði og vantar enn að mörgu leyti. Það eru ekki nægileg úrræði til fyrir karlmenn. Engin aðstoð til langs tíma sem er nauðsyn- leg fyrir þolendur mansals. Það er engin hjálparlína sem fólk getur hringt í, enginn sem grípur fórnarlömbin, engin vitundarvakning og engin samræmd aðstoð.“ Hvað getum við gert? Annað og ekki síður mikilvægt í baráttunni gegn mansali er hegðun og hugsun almennings. Logan bendir á mikilvægi þess að hinn almenni borgari leggi sitt lóð á vogarskálarnar. Það getum við öll gert með því að huga að tvennu: efnahags- legu valdi og félagslegu valdi. „Við þurfum að vera meðvit- uð um hvar og hvernig við eyðum peningunum okkar.“ Hún nefnir sem dæmi að ef við bara byrjum á því að taka okkur nokkrar mínútur til að kanna hvar er best að kaupa hvers- dagslega vöru á borð við kaffi og te, þ.e. veljum að kaupa vörur sem framleiddar eru við mannsæmandi skilyrði. Svo er það félagslegi þátturinn. Það er að huga að eigin hegðun og vera vakandi fyrir umhverfi okkar og bregðast við ef okkur finnst eitthvað skrýtið eða grunsamlegt. Logan segir að fólk vanmeti oft það sem það getur gert sjálft. Það séu oft litlu atriðin sem skipta máli. Hvað gefur henni kraftinn til að halda þessari baráttu áfram? „Stutta svarið er að ég vil ekki að neinum finnist þeir ekki hafa stjórn á eigin lífi. Það er ekki að lifa heldur einungis að vera til. Ég óska engum að lenda í mansali. Ég vil að fólk öðlist trú á sjálfu sér og hafi fleiri úrræði til að geta gert það sem það vill í lífinu. Ég óska öðru fólki þess – að blómstra í samfélaginu og sínu lífi. TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 29

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==