Timarit Eflingar

2 TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi lofað hreyfingu vinnandi fólks að ganga í að uppræta þann svarta blett sem launa- þjófnaður er, er ekki enn búið að uppfylla það loforð. Það er til háborinnar skammar. Ungt fólk og aðflutt vinnuafl eru helstu fórnarlömb launaþjófnaða og hlaupa upphæðirnar á hundruðum milljóna á hverju ári; á árunum 2015–2019 var meira en milljarði stolið af félagsfólki Eflingar. Varaformaður Eflingar er einn þolanda launaþjófnaðar. Undirritaðar munu aldrei sætta sig við annað en að loforðið sem okkur var gefið verði uppfyllt. Baráttan heldur áfram þangað til að sigur hefur unnist. Annað kemur ekki til greina. Yfirstandandi atvinnuleysiskreppa bitnar fyrst og fremst á verka- og láglaunafólki. Nú eru meira en 26.000 manneskj- ur atvinnulausar að öllu leyti eða hluta og langtímaatvinnu- leysi eykst stöðugt. Atvinnuleysi leggst sérstaklega þungt á aðflutt verkafólk; af þeim Eflingar-félögum sem eru án vinnu eru u.þ.b. ¾ af erlendum uppruna. Öllum ætti að vera ljóst að þau sem starfað hafa á launum verkafólks í einu dýrasta landi í heimi hafa ekki haft tækifæri til að leggja fyrir svo neinu nemi. Því er fólk sem hefur verið án atvinnu mánuðum saman löngu búið að ganga á alla sína sjóði, ef einhverjir voru. Atvinnuleys- isbætur eru svo lágar að sú manneskja sem þarf að komast af á þeim lifir við skort. Fjöldi þeirra sem leita þurfa til hjálp- arstofnana til að fá mat hefur aldrei verið meiri. Ástandið er grafalvarlegt. Það er augljóst að stjórnvöld verða samstundis að ráðast í stórtæka atvinnuuppbyggingu svo að verkafólk sleppi úr þeirri fátæktargildru sem atvinnuleysi er. Húsnæðismarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er eitt af þeim atriðum sem gert hefur líf verkafólks hræðilega erfitt. Leigu- Leiðari verð hér hefur hækkað fjórum sinnum meira en á hinum Norðurlöndunum á síðustu árum. Fyrir verka- og láglauna- fólk er leiguverð verulega íþyngjandi en fólk þarf að greiða stóran part af sínum ráðstöfunartekjum í leigu. Staðreyndin er sú að valdafólk hefur algjörlega vanrækt það grundvallar- atriði að tryggja aðgengi að húsnæði á eðlilegu verði fyrir vinnandi fólk. Þvert á móti hefur allt verið gert allt til að færa hinum auðugu húsnæðismarkaðinn til að nota sem sérstaka auðgunarmaskínu með ömurlegum afleiðingum. Hér bætist svo við að verulegur skortur á húsnæði gerir það að verkum að fólk þarf að sætta sig við að búa í óíbúðarhæfum húsum, líkt og húsinu á Bræðraborgarstíg þar sem þrjár kornungar manneskjur létust við skelfilegar aðstæður síðasta sumar. Þegar við horfum yfir svið íslenskra þjóðmála er það augljóst að valdhafar hafa engan áhuga á að gera líf verka- og láglaunafólks betra. Loforð sem okkur hafa verið gefin eru ekki uppfyllt á meðan íslenskum atvinnurekendum og fjár- magnseigendum er fært allt sem þeir óska sér. Margt af aðfluttu verkafólki er ekki með kosningarétt á Íslandi. Það vinnur í undirstöðuatvinnugreinum, greiðir skatta en nýtur ekki lýðræðislegra réttinda. Það er til skammar. En eitt er þó það baráttutæki sem við sem erum fædd hér og við sem aðkomin erum getum sameinast um að beita til að knýja á um raunverulegar breytingar: Verkalýðsfélagið okkar! Ef við stöndum saman í okkar efnahagslegu réttlætisbaráttu og erum tilbúin til að nota þau vopn sem fjöldasamstaðan færir okkur getum við unnið raunverulega sigra. Samstaða okkar hefur aldrei verið mikilvægari en núna.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==