Timarit Eflingar

Aðstoð við leigjendur Neytendasamtökin hafa rekið Leigjendaaðstoðina um árabil en þangað geta leigjendur leitað ef þá vantar ráðleggingar um leigumál eða telja á sér brotið. Ef ekki tekst að leysa úr ágreiningi er hægt að senda mál fyrir kærunefnd húsamála. Hægt er að hafa samband í síma 545 1200 á sérstökum símatíma á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 12:30–15:00 eða senda tölvupóst á ns@ns.is Fyrirspurnir til Leigjendaaðstoðarinnar geta verið af ýmsum toga en hér eru dæmi um algengar spurningar: Er nauðsynlegt að gera skriflegan leigusamning? Við mælum með því að gerður sé skriflegur leigusamningur til að aðilar samningsins séu meðvitaðir um skyldur sínar. Það er þó ekki svo að aðilar munnlegs leigusamnings hafi engin réttindi heldur gilda ákvæði húsaleigulaganna um þá samninga. Hversu lengi má leigusali halda eftir tryggingarfé? Leigusali hefur fjórar vikur til að gera kröfu í tryggingarféð eftir skil á leiguhúsnæði. Hafi leigusali ekki gert kröfu í tryggingarféð að þeim tíma liðnum skal hann endurgreiða það leigjanda ásamt vöxtum. Fari svo að leigusali skilar ekki tryggingarfé á tilskildum tíma getur leigjandi lagt málið fyrir kærunefnd húsamála. Er hægt að segja tímabundnum leigusamningi upp? Almenna reglan er sú að ekki er hægt að segja upp tímabundnum leigusamningum. Undantekningin á þessu er ef að tiltekið er í leigusamningi sérstakar forsendur, atvik eða aðstæður, sem húsaleigu­ lögin kveða ekki á um, sem heimila uppsögn. Í þeim tilfellum er þó að lágmarki þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Tenant’s Assistance The Consumer Association of Iceland (Neytendasamtökin) operates the Renter’s assistance (Leigjendaaðstoðina). If you need advice, or need help relating to rent or if you feel your rights have been violated you can contact them. If the dispute is not resolved, a case may be sent to the Housing committe. We can be contacted by phone at 545 1200 during special phone hours held on Tuesdays and Thursdays from 12:30–15:00 or via email at ns@ns.is Questions and inquiries to the Renter’s assistance are varied, but here are some examples of the most common questions: Is a written lease necessary? We recommend that renters make a written lease so that all parties to the agreement are aware of their obligations. However, a tenant still retains rights per the provisions of the Housing Lease Act if an oral lease agreement is made. How long can the landlord keep a security deposit? The landlord has four weeks to make a claim for the security deposity after the return of the rental property. If the landlord has not made a claim for the security deposit in that time, they shall repay the tenant together with interest. If the landlord does not return the security deposit on time, the tenant can submit the case to the Housing complaints committee. Is it possible to terminate a temporary lease? Generally it is not possible to terminate temporary leases. The exeption to this is if the lease agree- ment specifies special criteria, events or circumstances which are not provided for in the Housing lease act, which authorize termination. In those cases there is a minimum notice period of three months. TÍMARIT EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 51

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==